131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[17:38]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vissi það áður en hv. þingmaður kom hér að fuglaskoðari og fuglaveiðimaður mundu ekki ganga hlið við hlið um mörkina. Ég sé að þessar tvær andstæður hafa líkamnast í hv. þingmanni. Það væri gaman að fá að vita hvor má sín meir í honum, skotmaðurinn eða fuglaskoðarinn? (SigurjÞ: Þetta er spurning um tíma.)