131. löggjafarþing — 68. fundur,  8. feb. 2005.

Endurskoðun á sölu Símans.

44. mál
[16:21]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég trúi því að það myndist raunhæf samkeppni vegna þeirrar öru þróunar sem er að gerast einmitt núna þessa dagana. Ég nefndi í ræðu minni erlenda samkeppni, ég nefndi netið og þá tækni sem Fjarki og Íslandsmiðill eru að þróa, ég nefndi þá tækni sem Orkuveita Reykjavíkur er að þróa og ég sé ekki annað en að eitthvað af þessum kerfum muni veita Símanum mjög öfluga samkeppni í því að flytja gögn á sífellt þjappaðra formi og á sífellt ódýrari hátt.