131. löggjafarþing — 68. fundur,  8. feb. 2005.

Stjórn fiskveiða.

362. mál
[18:07]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að mér teljist rétt til að ég sé að svara þessu efnisatriði í fjórða skipti í umræðunni.

Fimm prósentin eru ekki nein heilög tala. Hins vegar er langt frá því þegar á heildina er litið að það nái að nálgast 5%, ekki ef litið er á einstakar tegundir heldur. Ég veit ekki hvort það er eðlilegt að líta á landsvæði, byggðir eða einstök skip í þessu samhengi en sjálfsagt að sjávarútvegsnefndin skoði það og meti hvort 5% séu svo fjarri lagi í þessu sambandi að nauðsynlegt sé að breyta því.