131. löggjafarþing — 68. fundur,  8. feb. 2005.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins.

387. mál
[18:58]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Vantreysti ráðstöfun Alþingis á fjármunum? (JBjarn: Já …) Ég var nú tvö kjörtímabil í fjárlaganefndinni, í sérnefnd um fjárreiður ríkisins, fjárreiðufrumvarp, fjárreiðulögin sem hv. þingmaður vísaði til. Því fer fjarri að ég vantreysti Alþingi, enda eru AVS-fjárveitingarnar ákveðnar af Alþingi og þeir fjármunir sem ég er að tala um hérna og ráðstöfun þeirra er ákveðið af Alþingi 1997. Ég vil að Alþingi standi við þær ákvarðanir sem það hefur þegar tekið varðandi þessa fjármuni og þá held ég að við getum eflt íslenskar hafrannsóknir og það verður okkur öllum til góða, hv. þingmaður.