131. löggjafarþing — 70. fundur,  9. feb. 2005.

.

. mál
[16:01]

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Herra forseti. Ég tel að þessi umræða eigi fullan rétt á sér en ég tel einnig að aðrar starfsstéttir eigi að líta í eigin barm, þar á meðal við alþingismenn. Ég veit ekki betur en að margir flokkar og jafnvel þrír stærstu stjórnmálaflokkarnir hér á Alþingi hafi leynilegt bókhald. Fyrirtæki greiða í flokkssjóði. Ég tel vert að koma einnig þeim greiðslum upp á borðið.

Ég tel jafnframt að fréttamenn eigi að líta í eigin barm og ekki endilega taka lækna eina í þessa umræðu. Ég veit ekki betur en að jafnvel ríkisfjölmiðlunum sé boðið í ferðir og síðan eru fréttir af ferðalögum fréttamanna. Ég tel sjálfsagða kurteisi við þá sem horfa á fréttirnar að það komi fram að um boðsferð hafi verið að ræða.