131. löggjafarþing — 71. fundur,  10. feb. 2005.

Geðheilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra.

[12:47]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Það er vissulega þörf á samhæfingu ráðuneyta sem koma að þessum málum. Við höfum reyndar verið með nefnd í gangi sem hefur aðstoðað í erfiðum málum, t.d. varðandi sviptingar á sjálfræði. Dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið hefur komið þar að. Þetta sameiginlega starf hefur gefið góða raun eins og öll samhæfing og ég tel ástæðu til að þróa hana.