131. löggjafarþing — 74. fundur,  15. feb. 2005.

Varamenn taka þingsæti.

[13:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá Einari K. Guðfinnssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, dagsett 14. febrúar 2005:

„Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, 8. þm. Suðvesturkjördæmis, er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni. Óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur, Kópavogi, taki sæti hennar á Alþingi á meðan.“

Sigurrós Þorgrímsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.