131. löggjafarþing — 74. fundur,  15. feb. 2005.

Tilkynning.

[13:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Að lokinni atkvæðagreiðslu fer fram utandagskrárumræða um vöxt og viðgang þorsks í Breiðafirði. Málshefjandi er hv. þm. Sigurjón Þórðarson en hæstv. sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.