131. löggjafarþing — 74. fundur,  15. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[15:39]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég átti nú von á einhverju svipuðu úr þessari átt frá þessum hv. þingmanni. Það er enginn yfirgangur að vitna í þingskjöl sem liggja frammi í þinginu. Ég bara vísa slíku á bug. Ég sagði í ræðu minni áðan að við mundum ræða minnihlutaálitin betur þegar búið væri að tala fyrir þeim. Þau eru þingskjöl og það má vel ræða þau enda þótt ekki sé búið að mæla fyrir þeim.