131. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2005.

Flugsamgöngur til Ísafjarðarbæjar.

507. mál
[14:55]

Drífa Hjartardóttir (S):

Herra forseti. Þær upplýsingar sem komu frá hæstv. samgönguráðherra Sturlu Böðvarssyni um hversu mörg flug hafa fallið niður til Ísafjarðar sýna svart á hvítu hvað Reykjavíkurflugvöllur hlýtur að skipta miklu máli fyrir það fólk sem flýgur utan af landi og til Reykjavíkur þegar það þarf að snúa svona oft til baka. Ég vil bara leggja áherslu á það hvað Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur og líka það hvað það eru skiptar skoðanir hjá Samfylkingunni um Reykjavíkurflugvöll.