131. löggjafarþing — 76. fundur,  17. feb. 2005.

Breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn.

438. mál
[11:17]

Guðmundur Árni Stefánsson (Sf):

Herra forseti. Hæstv. utanríkisráðherra hefur hér mælt fyrir á fyrstu fimm dagskrárliðum þessa fundar, fimm þingsályktunartillögum er varða breytingar á EES-samningnum. Eins og ég gat um fyrr á þessum fundi munum við samfylkingarmenn, eins og venja er, skoða allar þær þingsályktunartillögur með opnum huga og gera það sem í okkar valdi stendur til að þær geti verið afgreiddar frá hinu háa Alþingi fyrr en síðar eftir að hefðbundin ítarleg umfjöllun hefur farið fram um málið í utanríkismálanefnd.