131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[16:02]

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þarna er ég alveg hjartanlega sammála hv. þingmanni, auðvitað á að taka ákvarðanir klárt, þær eiga ekki að vera loðnar eða þokukenndar.

Hins vegar, þar sem við erum nú fulltrúar löggjafans og fulltrúar þjóðarinnar á löggjafarsamkundunni, verða allar upplýsingar að liggja fyrir. Það er nú bara þannig að við höfum ekki enn þá fengið svör við fjölmörgum spurningum sem við höfum lagt fram og svör við spurningum okkar hafa ekki verið að berast og fundir í menntamálanefnd voru ekki haldnir fyrr en í lok janúar og byrjun þessa mánaðar. Við skulum halda því til haga. Þetta hefur ekki legið hjá okkur með öllum upplýsingum klárt og kvitt þannig að við gætum tekið upplýsta afstöðu í málinu, þ.e. á þriðja mánuð. Það verður að halda því til haga hér.