131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[18:12]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt, hv. þingmaður, að það mætti halda að þú værir frá kaldastríðsárunum með þessum málflutningi öllum. Eins og ég sagði áðan tel ég sjálfseignarstofnunarformið bara hið besta form. Ég hef lýst þeirri skoðun hérna margoft en ég var að vitna í orð rektorsins úr þessum nýja háskóla og Háskólanum í Reykjavík. (Gripið fram í.)

Mín skoðun er sú, virðulegi forseti, að ehf-formið sé betra en sjálfseignarstofnunarformið. Það er mitt mat og ég er sammála þessum aðilum sem hafa farið þá leið. Ég er ekki að segja að segja að sjálfseignarstofnunarformið sé ónothæft, langt frá því, en það er skrýtið ef þetta er ágreiningur frá Samfylkingunni að vera á móti þessum nýja sameiginlega háskóla. Þetta eru skilaboðin.

(Forseti (HBl): Ég vil taka það fram að hv. þingmenn eiga að beina orðum sínum til hæstv. forseta.)