131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[18:17]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Markaðsvara, ég hef nú ekki heyrt að nemendur væru mikil markaðsvara.

Virðulegi forseti. En samþykktir hlutafélaga úti í bæ geta ekki orðið partur af lögum. Það vil ég segja enn og einu sinni þannig að það sé alveg klárt. (Gripið fram í.)

Í nefndaráliti, virðulegi forseti, meiri hluta menntamálanefndar kemur skýrt fram að nemendur fái aðgang að stjórn skólans með viðeigandi hætti, (Gripið fram í.) þannig að þeirra hagsmunir séu tryggðir.

Svona í lokin bendi ég á að skilaboð stjórnarandstöðunnar til þessa nýja háskóla, þessara nemenda, 2.500 nemenda og hundruða kennara að hún (Gripið fram í.) er á móti þessari sameiningu. Hún er á móti framförum, (Gripið fram í.) virðulegi forseti, í menntamálum á Íslandi. Þetta er það gamla afturhald sem menn hafa stundum talað um. (Gripið fram í.)