131. löggjafarþing — 81. fundur,  2. mars 2005.

Meðferð Bandaríkjamanna á föngum í Guantanamo.

411. mál
[12:08]

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Réttarríkið byggir á vissum grunnreglum:

1. Enginn er sekur þar til sekt hans sannast.

2. Engum má halda án dóms og laga í fangelsi nema mjög takmarkaðan tíma.

3. Birta skal fanga ákæru svo fljótt sem auðið er.

4. Fangi skal geta fengið sér verjanda.

5. Ekki má beita fanga pyndingum, hvorki andlegum né líkamlegum.

Ég vil varpa því fram í umræðuna hvort þessar grunnreglur réttarríkisins séu virtar í Guantanamo.

Síðan er ein spurning: Undir hvaða dómstól heyra fangarnir í Guantanamo og fullnægja þeir dómstólar kröfu réttarríkisins um að vera óháðir?