131. löggjafarþing — 81. fundur,  2. mars 2005.

Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins.

536. mál
[15:03]

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það að hér er á ferðinni allsérstæð fyrirspurn. Það mætti kannski velta því fyrir sér hvort við tækjum upp á sama hátt umræðu um Hollvinasamtök Háskóla Íslands eða fleiri félagasamtök sem starfandi eru.

En það kom mér einnig á óvart hve lítið kom út úr svari hæstv. menntamálaráðherra um hlutverk samtakanna og hver tengingin væri við ráðuneytið. Ég spyr því: Hafa þessi samtök fengið af safnliðum ráðuneytisins einhverja peninga til starfsemi sinnar?