131. löggjafarþing — 83. fundur,  3. mars 2005.

Umræðuefni í athugasemdum um störf þingsins.

[11:00]

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill geta þess að hv. þingmaður óskaði ekki eftir að bera af sér sakir, heldur óskaði hann eftir að koma upp undir liðnum um fundarstjórn forseta. Miðað við það sem hv. þingmaður las hér upp úr þingsköpum taldi forseti rétt að ljúka fyrst umræðum um störf þingsins innan þess tíma sem ætlaður er fyrir slíkar umræður áður en þingmanni yrði gefið orðið, um fundarstjórn forseta, þar sem hv. þingmaður óskaði ekki eftir að bera af sér sakir.

Forseti vill þó geta þess að þessar umræður um störf þingsins hafa verið að þróast með þessum hætti undanfarna tvo vetur, og það í fullu samráði við og að frumkvæði hæstv. forseta þingsins, Halldórs Blöndals, sem hefur leyft umræður af þessum toga.