131. löggjafarþing — 84. fundur,  7. mars 2005.

Upplýsingaskylda fjármálastofnana til skattstjóra.

[15:16]

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins vekja athygli á því að hér er um geysilegt hagmunamál að ræða fyrir ríkissjóð. Fram kemur í greinargerð sem fylgir þingmáli þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um breytingar á fjármagnstekjuskattinum að langmestur hluti fjármagnstekjuskatts kæmi frá stóreignafólki ef farin yrði sú leið sem Vinstri hreyfingin – grænt framboð leggur til, að hækka fjármagnstekjuskattinn en undanskilja smásparandann með hækkun skattleysismarka fyrir hann sérstaklega. Ég ítreka að hér er um stórmál að ræða og stórkostlegt hagsmunamál fyrir ríkissjóð að sjálfsögðu og ég fagna því að hæstv. fjármálaráðherra ætlar að taka þessi mál til skoðunar.