131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

215. mál
[14:15]

Margrét Frímannsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fyrsti flutningsmaður þessa frumvarps er varaþingmaður Samfylkingarinnar, Örlygur Hnefill Jónsson og biður hann fyrir bestu kveðjur til þingsins og þakklæti fyrir góða vinnu í sjávarútvegsnefnd.

Það er skoðun okkar í þingflokki Samfylkingarinnar að þarna hafi samningaviðræður þingmanna og embættismanna borið góðan árangur og við erum auðvitað mjög hlynnt þessu frumvarpi. (Gripið fram í.)