131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

215. mál
[14:16]

Guðjón Hjörleifsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd sjávarútvegsnefndar þakka fyrir góðar kveðjur að norðan. Það er alltaf gaman þegar samstaða næst í nefndinni og það var mjög eðlilega að þessu staðið.

Mér var falið sem fulltrúa meiri hlutans og Jóni Gunnarssyni sem fulltrúa minni hlutans að fara yfir þessi mál. Þetta var unnið alfarið af okkur og ritara nefndarinnar og við lukum þessu farsællega.