131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[14:36]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Það kom fram í máli hæstv. ráðherra að hlutverk stjórnar væri m.a. að tryggja sjálfstæði stofnunarinnar. Það væri ágætt að fá nánari skýringu á því vegna þess að stjórnin er einmitt skipuð af ráðherranum sjálfum og það væri því fróðlegt að fá upplýst hvernig hún sjái það fyrir sér að stjórnin auki sjálfstæði stofnunarinnar. Mér er það ekki fyllilega ljóst. Einnig er það í ósamræmi að skipa sérstaka stjórn vegna þess að þróunin hefur verið sú að hætta með ákveðnar stjórnir yfir ríkisstofnunum. Hvers vegna er þessi stofnun tekin út úr og skipuð sérstök stjórn yfir hana? Það væri mjög fróðlegt að fá að heyra nánar um það atriði.