131. löggjafarþing — 86. fundur,  9. mars 2005.

Háskóli á Ísafirði.

522. mál
[15:48]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég hef barist með Vestfirðingum fyrir stofnun sjálfstæðs háskóla á Ísafirði. Þau áform sem hæstv. menntamálaráðherra kynnir núna hljóta að valda miklum vonbrigðum. Þar er ekki aðeins gengið á svig við þau loforð sem gefin hafa verið um stofnun háskóla á Ísafirði heldur er ætlunin einnig að stofna sjálfseignarstofnun. Ríkið þorir ekki einu sinni að axla eiginlega ábyrgð í stofnun þessa skóla. Hvar er samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins sem dundi yfir okkur í fjölmiðlum þar sem meira að segja var vitnað í formanninn, að hann styddi það að stofnaður yrði háskóli á Vestfjörðum? Það kemur fram í fréttum að engu orði hafi verið vikið að stefnu Framsóknarflokksins í ríkisstjórn í síðustu viku þegar ráðherra kynnti þetta mál þar.

Herra forseti. (Forseti hringir.) Hér flæmast menn undan. Við heimtum sjálfstæðan háskóla.