131. löggjafarþing — 87. fundur,  10. mars 2005.

Sala kristfjárjarðarinnar Utanverðuness.

504. mál
[13:40]

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg alkunna að hv. þm. Pétur H. Blöndal er mjög áhugasamur um fjármuni og einkaeignarrétt og ekki efa ég það að hann hefur rétt fyrir sér þegar hann vitnar í heimildir og er ég reyndar sammála hv. þingmanni. Ég gef alltaf lært það svo að það væru þeir himnafeðgar sem ættu kristfjárjarðirnar.

En þá vil ég spyrja hv. þingmann af því að hann hatast mjög við það fyrirbæri sem hann kallar fé án hirðis hvernig hann sjái fyrir sér eignarréttarsambandið í þessu tilviki og hvernig hann hugsi sér að koma verðmætunum til skila ef jörðin verður seld.