131. löggjafarþing — 89. fundur,  15. mars 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

215. mál
[14:42]

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka umræðuna. Ég tel nauðsynlegt að við vinnum reglugerðamál og við þurfum að láta embættismenn taka þetta saman og vinna þetta mál fyrir okkur því að annars fara störf nefndarinnar eingöngu í að endurskoða reglugerðir.

En einnig er gott að taka það sérstaklega fram varðandi þá umræðu sem verið hefur að þegar verið er að tala um annað brot eða fyrsta brot þá eru það sambærileg brot sem þurfa að vera áður en kemur að öðru broti. Það kom fram í 2. umr. og var oft sérstaklega óskað eftir að það kæmi fram.