131. löggjafarþing — 90. fundur,  16. mars 2005.

Miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði.

488. mál
[12:35]

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. fyrirspyrjanda, ég held að það sé rík ástæða til að innleiða umrædda tilskipun Evrópusambandsins og rammalöggjöf sem er sett gegn mismunun í starfi á vinnumarkaði vegna aldurs. Það er hægt að fullyrða að aðgerða er þörf. Flestir þekkja dæmi um grófa mismunun á vinnumarkaði vegna aldurs og það er alveg klárlega ástæða til að innleiða sérstaka löggjöf og umrædda tilskipun til að vinna gegn þessu misrétti sem má fullyrða að hafi aukist mjög verulega á fáum árum. Ég held að full ástæða sé til að sporna gegn því, vinna gegn þessari meinsemd og þessu óréttlæti af því að fólk er látið gjalda aldurs síns í æ ríkara mæli. Það er nauðsynlegt að setja utan um þetta löggjöf sem vinnur gegn mismununinni.