131. löggjafarþing — 98. fundur,  22. mars 2005.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins.

387. mál
[15:23]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þátt í umræðunni. Þetta var töluvert rætt í sjávarútvegsnefnd þegar málið kom þangað í upphafi og það er alveg rétt að árið 2000 var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar að peningar færu í uppbyggingu gamalla skipa.

Við höfum tekist mikið á um hafrannsóknir og fjárvöntun í rannsóknir hér í þingsölum. Ég tel eðlilegt að við notum alla þá peninga sem við fáum úr þróunarsjóði í þær rannsóknir. Ég vil líta á þetta sem sjálfstætt mál, sem þarf að fara fyrir ríkisstjórn eða fjárlaganefnd, að menn sæki um pening í að stofna slíka sjóði en ég held að það veiti ekkert af fjármununum til hafrannsókna. Ég veit ekki hvað það eru búnar að vera margar utandagskrárumræður einmitt um rannsóknir og vöntun á fé til rannsókna. Mér fannst því eðlilegra að taka þetta með þeim hætti að þessu yrði öllu varið til rannsókna og svo væri hitt sjálfstætt mál sem ríkisstjórnin mundi fjalla áfram um.