131. löggjafarþing — 100. fundur,  31. mars 2005.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins.

387. mál
[13:40]

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég kem örstutt upp í ræðustól til að segja frá því að Frjálslyndi flokkurinn er sammála nefndaráliti minni hluta sjávarútvegsnefndar. Ég sé að einhver mistök hafa átt sér stað. Ég er fulltrúi flokksins í sjávarútvegsnefnd og við erum ekki meðal þeirra sem undirrita nefndarálitið. Það hafa því sennilega orðið einhver mistök. Ég hef verið staddur erlendis og hér hefur málið einhvern veginn dottið á milli stóla. En enn og aftur, virðulegi forseti, kem ég aðeins upp til að lýsa því yfir að við erum sammála minnihlutaálitinu og við munum sitja hjá.