131. löggjafarþing — 101. fundur,  1. apr. 2005.

Athugasemd.

[10:51]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hverjir ráða og reka yfirmenn í venjulegum fyrirtækjum? Það eru eigendurnir. Nú hafa starfsmenn RÚV samþykkt vantraust á útvarpsstjóra, vilja reka hann. Þeir telja sig eiga RÚV. (Gripið fram í: Þetta er ekki ríkisstjórnarútvarp.) Starfsmennirnir telja sig hafa umboð til að samþykkja vantraust á yfirmanninn, þeir telja sig eiga RÚV. (Gripið fram í.) Þetta er algjörlega í samræmi við tillögu sem ég hef flutt um að einkavæða RÚV og selja það og að starfsmennirnir hafi forkaupsrétt á lægra verði. Starfsmennirnir ættu að samþykkja þá tillögu.

Fréttaflutningur RÚV undanfarnar vikur sýnir mér að draumurinn um óháða fréttamennsku er bara draumur. Skoðanir starfsmanna menga allar fréttir og þarf ekki nema horfa á Kastljósið í gær til að sjá það. Þannig blasa þessi atburðir við mér.

Án þess að ég þekki nýráðinn fréttastjóra nokkurn skapaðan hlut þá vil ég eins og aðrir giska á að hann sé í Samfylkingunni.