131. löggjafarþing — 101. fundur,  1. apr. 2005.

Um fundarstjórn.

[10:58]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Þetta var umræða um fundarstjórn forseta. Umræða um störf þingsins fór hér fram áðan um málefni Ríkisútvarpsins og tók 23 mínútur. Forseti vill geta þess að fyrir liggur að menntamálaráðherra hefur fjarvistarleyfi, er erlendis, þannig að því verður ekki við komið í dag að hún taki umræðu um … (Gripið fram í.) Það verður ekki tekin hér umræða utan dagskrár við menntamálaráðherra í dag, það liggur fyrir. Hins vegar liggur fyrir vilji forseta þingsins um að þessari utandagskrárumræðu verði fundinn tími og staður eins fljótt og kostur er. Meira er ekki hægt að segja á þessari stundu.