131. löggjafarþing — 101. fundur,  1. apr. 2005.

Umræða um málefni Ríkisútvarpsins.

[14:03]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Vegna orða hv. þingmanns þá hefur boðum verið komið til formanns menntamálanefndar um ósk þá sem borist hefur frá nokkrum hv. þingmönnum um að menntamálanefnd verði kölluð saman. Forseti mun vissulega íhuga að fresta fundi ef um það kemur ósk frá menntamálanefnd vegna þess að það er hennar að ákveða hvort fundur verði kallaður saman eða ekki. Það er ekki forsetans. (Gripið fram í.) Það er formannsins eða eftir ósk þriðjungs nefndarmanna. (Gripið fram í.)

Það hefur komið fram formleg ósk um fund í menntamálanefnd frá tilskildum fjölda nefndarmanna og henni verður komið til formanns nefndarinnar, ósk frá tilskildum hluta nefndarinnar samkvæmt þingsköpum. Forseti mun bíða eftir því að heyra viðbrögð við því frá formanni nefndarinnar.