131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Fsp. 4.

[15:28]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Það væri eflaust mjög áhugavert að fara í slíka leiðangra sem hv. þingmaður lýsir hér, ekki bara til að skoða síldina heldur útbreiðslu ýmissa annarra stofna, bæði þeirra sem við nýtum og stofna sem við höfum ekki nýtt fram til þessa. (Gripið fram í: Miðsjávar.) Meðal annars miðsjávar, hv. þingmaður. Ég vil hins vegar leyfa mér að efast stórlega um það að niðurstöður slíkra leiðangra verði það innlegg sem leysir það vandamál sem við stöndum frammi fyrir í samskiptum okkar við Norðmenn um síldina.