131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins.

387. mál
[18:44]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að lýsa því yfir að ég sé eitthvað sérstaklega sterkur í setningafræði en ég er hins vegar alveg klár á því að þetta er aukasetning samkvæmt setningafræðinni.

Varðandi spurninguna um hvað menntamálaráðherra hefur gert í þessum efnum þá get ég ekki upplýst meira um það en var í svarinu sem hæstv. ráðherra gaf fyrr í vetur, í febrúar, eins og ég sagði tveimur og hálfum mánuði eftir að frumvarpið var lagt fram, en ég geri fastlega ráð fyrir að menntamálaráðherra fylgi málinu eftir eins og kemur fram í svarinu frá því í febrúar.