131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins.

387. mál
[19:57]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil vekja athygli hv. þingmanns á að hann er hér kominn í efnislegar umræður. Hv. þingmaður kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta og ég vil biðja hv. þingmann að fara að þingsköpum. Hv. þingmaður hefur beðið um orðið. Það er eðlilegt að hv. þingmaður geymi almennar (Gripið fram í.) vangaveltur til þess ... Nóttin er löng og ég vil biðja hv. þingmann að taka tillit til þess sem forseti segir. Það er hlutverk forseta að halda hér uppi röð og reglu. Ég vil biðja hv. þingmann að taka tillit til þess. Umræðutíma hv. þingmanns er lokið.