131. löggjafarþing — 103. fundur,  5. apr. 2005.

Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

723. mál
[14:54]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Sú breyting sem verið er að leggja til með frumvarpinu er mjög einföld. Hún lýtur ekki að þeim atriðum í 3. gr. laganna sem var ákveðið í upphafi þegar lögin voru sett að nytu ekki fjárstuðnings, það er ekki verið að fara í þá grein og breyta henni heldur er markmiðið fyrst og fremst það að sveitarfélögin sitji við sama borð hvort sem þau kjósa að annast þessar framkvæmdir sjálf eða gera kaupleigusamning eða leigusamning við einkaaðila.