131. löggjafarþing — 103. fundur,  5. apr. 2005.

Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

723. mál
[14:58]

Ísólfur Gylfi Pálmason (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég geri mér fulla grein fyrir um hvað frumvarpið fjallar, að sveitarfélögin sitji við sama borð. Og það er í raun og veru það sem ég er að koma inn á líka, að tekið sé tillit til þess grunns sem lagður var áður en lögin tóku gildi, vegna þess að það er alveg klárt mál að þau sveitarfélög sem hafa verið í fararbroddi hvað þetta varðar og búa við jafnmikla sérstöðu og t.d. Hvolsvöllur, eins og ég nefndi, þurfa styrk og ég veit að það eru fleiri staðir eins og Egilsstaðir og margir fleiri staðir sem hafa verið að vinna að þessu mikilvæga verkefni. Ég hvet því hæstv. umhverfisráðherra til að taka tillit til þess og hvet til þess að slíkar framkvæmdir verði styrktar líka.