131. löggjafarþing — 104. fundur,  6. apr. 2005.

Sláturhúsið á Kirkjubæjarklaustri.

611. mál
[14:53]

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Drífa Hjartardóttir sagði áðan að það væri alfarið ákvörðun SS að leggja niður þessa starfsemi. Ég er ekki sammála þessu. Það er inngrip hins opinbera að borga peninga til að úrelda sláturhús. Nú ætla ég ekki að dæma um hvort það er skynsamlegt að leggja þetta sláturhús niður en ég get ekki séð annað en að þegar menn ákveða að nota peninga frá ríkinu til að koma á nánast skipulagslausu ástandi í sláturhúsamálum eins og raun ber vitni — það er þannig orðið núna að menn eru keyrandi sauðfé endanna á milli í þessu landi, miklu lengri vegalengdir en skynsamlegt er, vegna þess að ríkið er búið að grípa inn í með því að borga peningalausum sláturhúsum peninga til að leggja niður starfsemina. Hæstv. landbúnaðarráðherra er bara kátur og ánægður með þetta og montinn af þessu. Mér finnst full ástæða til að menn (Forseti hringir.) endurskoði þá ferð sem farið var í.