131. löggjafarþing — 105. fundur,  6. apr. 2005.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins.

387. mál
[16:19]

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Frú forseti. Árið 2000 samþykkir Alþingi samhljóða ályktun með 49 atkvæðum, sem sagt þverpólitísk samstaða, að Þróunarsjóður sjávarútvegsins leggi fé til varðveislu gamalla skipa.

Hvað er gert við þessa ályktun? Hún er send ríkisstjórn, eins og aðrar slíkar, sem ályktun Alþingis ríkisstjórninni til framkvæmdar, þ.e. hún er send framkvæmdarvaldinu sem á að annast um framkvæmd á vilja Alþingis og, hv. þm. Halldór Blöndal, ályktanir og samþykktir gilda þangað til þeim er breytt. Þannig er það. (HBl: Þingsályktun er ekki …) Hæstv. ráðherrar hafa enga heimild til að hunsa vilja Alþingis. Það er þingbundin ríkisstjórn sem situr í landinu. Það heitir í lögunum um ráðherraábyrgð „vanræksla“ í starfi.

Ég segi já.