131. löggjafarþing — 107. fundur,  11. apr. 2005.

Niðurstaða fjölmiðlanefndar, munnleg skýrsla menntamálaráðherra.

[14:08]

Forseti (Halldór Blöndal):

Um fyrirkomulag umræðunnar er samkomulag milli þingflokka. Umræðan skiptist í þrjár umferðir og mun standa í tæplega tvær klukkustundir. Í fyrstu umferð hefur ráðherra 20 mínútur og talsmenn flokkanna átta mínútur. Í annarri umferð hafa ræðumenn flokkanna sex mínútur hver til umráða og í þriðju og síðustu umferð hafa ræðumenn fjórar mínútur hver og ráðherra fimm mínútur í lokin.