131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Synjun fyrirspurnar.

[13:51]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil aftur minna á það, hv. þingmaður, að samkvæmt 2. mgr. 49. gr. bar hv. þingmanni að óska eftir því að fyrirspurnin, ef hann vildi halda henni til streitu, yrði prentuð, lögð fyrir þingfund og greidd atkvæði um hana umræðulaust. Það var sú leið sem hv. þingmaður átti að fara samkvæmt þingsköpum, og er hálfundarlegt er hv. þingmaður sem hagar sér ekki í samræmi við þingsköp skuli þá rétta einstökum þingmönnum hér vafasöm ummæli.