131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[14:24]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að hv. þingmaður ætti frekar en að bera saman árin 2000 og 2003 að taka heilu áætlunartímabilin. Ég held að það sé miklu skynsamlegri aðferð að taka fjögur ár og bera saman næstu fjögur ár á undan til að fá sannfærandi mynd af vilja og gjörðum viðkomandi ríkisstjórnar.

Ég kvarta ekkert undan því að fá í hendurnar þá fjármuni sem eru til samgöngumála. Auðvitað vildi ég fá meira. Það fer ekkert á milli mála. En það er að sjálfsögðu ákvörðun Alþingis hversu mikið fer til uppbyggingar samgöngukerfisins og það verður þingmaðurinn að muna.

Hins vegar er það rangt hjá honum að það hafi komið minna í hlut núverandi (Forseti hringir.) samgönguráðherra en annarra sem í þessu starfi hafa verið.