131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[15:52]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil beina þeirri spurningu til hv. þm. Gunnars Birgissonar sem hefur verið iðinn við að hjálpa okkur að komast upp úr drullunni á Vestfjörðum og ég þakka honum kærlega fyrir það sem hann hefur lagt af mörkum þar, m.a. í bættum vegaframkvæmdum. En ég vil spyrja hv. þingmann að því hvort hann geti ekki tekið undir þau sjónarmið okkar í Norðvesturkjördæmi að það sé ekki við það búandi að við séum enn þá að reyna að komast eftir gömlu malarvegunum með allan þann flutning sem okkur er ætlað að flytja eftir vegakerfinu og með hvaða rökum hann geti lagt til að dregið verði úr framkvæmdum þar sem vegakerfið er með þeim hætti sem ég nefndi og hann hefur auðvitað langa reynslu af og hefur séð.