131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[17:42]

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Sundabrautin er nú að koma úr umhverfismati. Ég veit ekki betur en að það sé að bresta á mjög fljótlega. Ef fullur vilji væri til framkvæmda þar þá ætti að vera á samgönguáætlun gert ráð fyrir þeim framkvæmdum. Það er ekki gert. Að bera því við að ekki sé búið að ákveða endanlega staðsetningu er ekki boðlegt í þessari umræðu. (GHall: ... undirbúa ...) Ég segi bara að ef menn hefðu gert þessa kröfu til annarra framkvæmda sem hafa verið þóknanlegar ríkisstjórninni þá hefði aldrei verið hægt að fara í þær sumar hverjar. En nú gera menn þá kröfu að þetta þurfi allt saman að liggja ljóst fyrir þó menn viti að umhverfismatið er að bresta á og að verða tilbúið. (GHall: Það getur verið bæði ...?)

Síðan vil ég ekki að þetta sitji svona eftir með Reykjavíkurflugvöll því að ég tel ekki að 20 ár séu fram undan í þessu. (Forseti hringir.) Ég held þau geti verið kannski 10–15. (Gripið fram í.)