131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[18:40]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Vegna ræðu hv. þingmanns vil ég taka sérstaklega fram að þegar Reykjavíkurflugvöllur var endurbyggður var það gert ekki vegna ákvarðana Breta, heldur vegna samkomulags sem gert var á milli borgaryfirvalda í Reykjavík og samgönguyfirvalda að undangengnum miklum rannsóknum og undirbúningi um endurbyggingu vallarins. Það er alveg nauðsynlegt að hafa þetta í huga vegna þess að borgaryfirvöld voru þarna fullkomlega með í ráðum. Tekin var ákvörðun um það á Alþingi í tengslum við flugmálaáætlun að leggja fjármuni til endurbyggingar flugvallarins. Síðar gerist það að gert var samkomulag á milli borgarstjóra og samgönguráðherra um að setja af stað vinnu ...

(Forseti (HBl): Ég bið afsökunar en ég gleymdi að stilla klukkuna og tíma hæstv. ráðherra er þá lokið.)

Þá verð ég að ljúka ræðu minni hér.