131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[18:46]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvelt að svara þessu.

Í fyrsta lagi varðandi samgöngurnar. Ég stakk upp á því að gera jarðgöng frá Snorrabraut að Grensásvegi. Það mundi leysa töluverðan þunga af þeirri umferð, auk þess sem atvinnutækifæri yrðu hönnuð með þeirri byggð þannig að fólk gæti sótt vinnu í næstu götu, það er þekkt. Það er mjög mikil atvinnustarfsemi hérna í miðbænum og út með sjónum þar sem fjármálafyrirtækin eru. Þetta má leysa.

Varðandi það að ekki sé neitt svæði hérna í nágrenninu, ég minni bara á Bessastaði þar sem er engin byggð. Ég minni á Hvassahraunið. Ég er nærri viss um að margir landsbyggðarþingmenn sem sérstaklega þurfa að fara til Keflavíkur tækju því með þökkum, það er styttra að fara frá þeim stöðum en frá Reykjavíkurflugvelli og lenda í umferðinni í Reykjavík.