131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[18:54]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hugsa að ekki þurfi að mana suma lengi til þess. Ef þeir sjá einhverja glætu fyrir pólitíkinni, að þarna megi byggja sæmilega byggð, segjum 20–30 hæða hús sem mundi þýða heilmikið borgarlíf á götunum — það mundi þýða kaffihús og annað slíkt og margir vilja búa í svoleiðis umhverfi — hugsa ég að svona tilboð kæmi tiltölulega fljótlega. Menn verða að sjá einhverja von fyrir þeim misvitru stjórnmálamönnum, bæði í Reykjavíkurborg og hjá samgönguráðuneytinu, sem eru að semja út og suður þvert á vilja borgaranna.