131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[20:31]

Lára Stefánsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara minna á hlutverk sjúkrahúsa í þessu samhengi, sjúkrahúsið á Akureyri og sjúkrahúsin í Reykjavík.

Sjúkrahúsið á Akureyri er varasjúkrahús fyrir Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa, ef hörmungar steðja að, að komast á sjúkrahús til Akureyrar. Þetta er ekki bara önnur leiðin. Það er flogið báðar leiðir og, merkilegt nokk, af báðum hópum. Það er ekki einu sinni á dag, oft er komið til vinnu einn dag og það er þá tvisvar sinnum þessi tími.

Fyrst og fremst vil ég í þessu stutta andsvari minna á mikilvægi öryggisþjónustu. Það er langt að komast á bráðasjúkrahús til Reykjavíkur utan af landi og algjör óþarfi að lengja þá leið, og á sama tíma hafa í huga að Reykvíkingar gætu einhvern tíma þurft á okkur landsbyggðarmönnum að halda. Við verðum ábyggilega góð við ykkur, sérstaklega ef þið komist nú til okkar dálítið snögglega.