131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[21:14]

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Eitthvað hefur ræða mín farið öfugt ofan í hv. þingmann og vin minn Einar Odd Kristjánsson vegna þess að ég hef ekkert verið að mæla gegn því að komið verði upp samgöngumiðstöð í Reykjavík. Ég hef einmitt farið yfir það í andsvörum mínum og ræðu að ég er talsmaður góðra samgangna, hvort sem þær eru á sviði flugs, strætisvagna eða rútna. Ég hef ekkert á móti því að hér séu byggðar samgöngumiðstöðvar og er talsmaður góðra samgangna. Ég vil bara ekki að þessi tiltekna samgöngumiðstöð sé í Vatnsmýrinni og ber ég þar hagsmuni Reykjavíkur og skipulags í borginni fyrir brjósti.

Það þýðir ekkert að halda því fram hér að ég vilji losna við samgöngumiðstöðina. Ég vil bara hafa hana á öðrum stað. Ef hv. þingmaður skilur það ekki er þeim sjónarmiðum hér með komið til skila.