131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[22:48]

Gunnar Birgisson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eins og hv. þm. Jón Bjarnason tapi alltaf heyrninni þegar hann er að hlusta á aðra ræðumenn í þinginu. Ég talaði um uppsprettu tekna til vegagerðar og hún kemur í gegnum bensíngjald og þungaskatt. Ég er að segja að það kemur er að megninu til frá þessu svæði þannig að það sé alveg á hreinu.

Svo er það skipting þessarar ákveðnu köku til vegagerðar sem var ákveðin og samþykkt í stjórnarflokkunum og ég studdi ásamt öðrum stjórnarþingmönnum. Þessari köku er misskipt. Á það er ég að deila. Auðvitað mundi ég þiggja eins og aðrir þingmenn meira fé til vegagerðar. En ég er að gagnrýna misskiptingu þessara fjármuna. Ég er að segja að meira af þessum fjármunum eigi að fara á höfuðborgarsvæðið og minna á landsbyggðina. Svo einfalt er málið.