131. löggjafarþing — 109. fundur,  13. apr. 2005.

Athugasemd.

[13:22]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ef þingmenn telja að brýnt sé að taka á málum sem varða þingmenn alla eða þingið, þingsköp eða annað þvílíkt eða hegðan þingmanna, þá er siður að það sé tekið upp af formönnum þingflokka við forseta Alþingis. En ekki hefur verið farin sú leið að beina því til ríkisstjórnar að hafa forustu um slík mál. Ég vil benda hv. þm. Helga Hjörvar á það honum til umhugsunar.