131. löggjafarþing — 109. fundur,  13. apr. 2005.

Geðheilbrigðisþjónusta í fangelsum.

561. mál
[14:51]

Kjartan Ólafsson (S):

Frú forseti. Ég þakka þessa gagnlegu umræðu og þakka hv. þm. Margréti Frímannsdóttur fyrir að hefja hana. Það sem mig langaði að koma fram með, leggja inn í umræðuna, er að fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um fullnustu refsinga — það er í allsherjarnefnd — þar sem vel er farið yfir þau mál og komið inn á m.a. það hvernig vistunaráætlanir á að gera fyrir fanga, taka tillit einmitt til fíkniefnavandamála þeirra fanga sem fara inn í fangelsin.

Svo vil ég minna á að næstkomandi föstudag er einmitt ráðstefna um þennan málaflokk á Hótel Örk sem væri mjög gagnlegt fyrir þingmenn sem hafa áhuga á að fylgjast með.